Þá erum við heldur betur búin að breyta um stíl!!!
Það var tekin sú ákvörðun að skipta yfir í þetta svokallaða ,,blogg" fyrir dagbókina. Þetta einfaldar þvílíkt að uppfæra hana og gerir Kollu kleyft að gera það án minnar hjálpar. Með þessu vonum við að við verðum duglegri við að uppfæra.
Brjálaður dagur í dag hjá okkur báðum, endalaus lærdómur en var rétt í þessu að fá fréttir þess efnis að kennarinn minn í fyrsta og eina tímanum mínum er veikur (í þriðja skiptið á stuttum tíma). Hálft ömurlegt hvað maður gleðst alltaf yfir veikindum kennaranna, en svo er þetta nú samt.