...orðinn veikur og það er gamlársdagur! Ömurlegt og rúmlega það! Engar sprengjur í ár.
Var reyndar að fá atvinnutilboð hjá hagfræði prófessor í háskólanum mínum. Aðstoða hann við tilraunir á næstu önn sem ég ætla mér gera (Experimental Economics). Mikil upphefð og gaman. Er einnig búinn að vera fara yfir það hvernig við Kolla getum skipt yfir í Honours programið í Acadia án þess að þurfa sleppa því að vera úti næsta sumar. Klára það ekkert fyrr en við komum út.
Var að fylgjast með hanaslagnum hjá Davíð og Össuri í Kryddsíldinni á Stöð 2. Rosalega er Davíð höggþungur. Að sjá þessa herramenn saman komna (formenn flokkanna) og ræða málin er það öllum ljóst hvað hann ber af.