wlaugardagur, desember 28, 2002


Þá er bloggið loksins farið að virka. Þessi endalausi hausverkur að notast við Frontpage er því að mestu úr sögunni.

Eftir hamborgarahrygg, hangiket, kalkún mörgum sinnum er maður bæði miklu stærri og latari. Hann bróðir mælti orð með réttu þegar hann sagði: Jólin eru hjá börnunum fyrir pakkana en okkur ,,fullorðna" fólkinu fyrir magann! Mikill sannleikur þar. Öll áform um að DJast í fríunu hafa verið lögð á hilluna. Tók eitt kvöld á Glaumbar sem heppnaðist alveg ótrúlega vel en ákvað að láta þar staðar numið og geri því ráð fyrir að ekki verði fleiri kvöld bak við plötuspilara hjá mér í komandi framtíð, sem ég fagna.

Allar einkunnir eru komnar í hús: Kolbrún með 1 B+, 2 A og 1 A-. Ég var með 3 A- og 2 A. Erum rosa ánægð með okkur.

Meira ekki í bili.


By Gudmundur at
12/28/2002 12:40:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli