wsunnudagur, desember 29, 2002


Þá er Ingibjörg Sólrún búinn að ákveða að víkja sem borgarstjóri til þess að taka 5 sæta Samfylkingarinnar. Hún er að fara eins mikið á bak orða sinna frá því í vor og hægt er. Að segjast hafa verið ýtt úr stóli borgarstjóra með valdi þegar hún tók sjálf bæði ákvörðunina um að bjóða sig fram í landspólitíkinni og að hætta sem borgarstjóri þegar ljóst var að samstarfsflokkar Samfylkingarinnar í R-listanum tóku það ekki í mál, er spaugilegt. Allir sem fylgst hafa með þróun mála frá því 18. des vita betur. Strax eftir áramót (sennilega í lok jan byrjun feb) á hún án efa eftir að taka við formensku Samfylkingarinnar af Össuri og leiða listann í komandi kosningum. Öll þessi hringrás og allt þetta óskipulag Ingibjargar hefur án efa tekið af henni mikla vigt sem pólitíkus sem ljóst er að kemur niður á henni í vor.

Ég og frú ásamt Ásgeiri og Sif fórum á Lord of the Rings í gærkvöldi, mikið listaverk og í alla staði góð mynd. Þó svo að næturbröltið í miðbæ Reykjavíkur hafði óneytanlega áhrif á ánægjuna var þetta hin besta skemmtun. Það sem sennilega stendur meira uppúr en minningin um myndina er troðningurinn í bíó. Leið yfir amk eina stúlku og einn ungur sem ældi í hitanum og þrengslunum, slíkur varð troðningurinn og lætin þegar opnað var inn í sal myndarinnar.

Að lokum þá hef ég tekið þá ákvörðun að taka slaginn með Frjálshyggjufélaginu og segja skilið við SUS. Ekki alveg ljóst í hvaða formi ég sprikla með þeim en ætli það einangrist að mestu ekki við skrif þar sem hafið skilur mig frá félaginu flesta mánuði ársins.

Ég og Kolbrúin yfirgefum Ísland þann 8. jan til Boston og svo daginn eftir Boston-Halifax.


By Gudmundur at
12/29/2002 07:48:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli