Þá er kominn 6. janúar og aðeins 2 dagar þar til við höldum aftur til Vesturheims. Ég og Kolla höfum verið ótrúlega mikið í sundur og varla séð hvort annað yfir fríið. Alltaf að rekast á eitthvað sem vinir henna og mínir eru að gera á sama tíma, fjölskylduboð á sama tíma o.s.frv. Svona hálf grát broslegt. Við fórum á föstudaginn upp í bústað Stöðvar 2 og hittum nokkura vini, þeirri ferð lauk skjótt og vorum við kominn heim um nóttina. Aðra nótt fór ég í bústað sem foreldrar Eirar eiga. Glæsilegur bústaður og rosa fjör. Spiluðum Party & co og var allt á suðupunkti flest allt spilið. Mjög gaman, fór svo í rosa party í Norðurljósabústaðinn aftur um nóttina og djammað fram á morgun í heita pottinum og fínerí. Sunnudagurinn fór svo í fjölskylduboð heima, Benni bróðir og fjölskyldan hans mætti á svæðið og borðuðum við hamborgarahrygg í góðu yfirlæti.
Er rétt að byrja að pakka og gera klárt. Var reyndar að fá póst frá Oren Harari sem skrifaði "Leadership Secrets of Colin Powell". Hann byggði bókina á 18 stjórnunarmolum sem Colin Powell hofur notast við í gegnum áratugina með árangri sem sjáum í fjölmiðlum á hverjum degi. Hann gaf lof sitt og leyfi á að ég þýddi þessa mola yfir á íslensku og birti ásamt grein í Frjálsa verslun. Greinin er reyndar ekki alveg klár. Ætla reyna ljúka við hana í fluginu á leiðinni út.