Kvöldið 20. jan fengum við frábærar fréttir. Ásgeir vinur minn var orðinn pabbi, lítill tippalingur kom í heiminn um kl 23 um kvöldið. Hér eru myndir af prinsinum.. Fæðingin gekk rosalega vel og allt í blóma!
Stína frænka (uppáhalds frænkan) er búin að vera hjálpa okkur varðandi digital vélina sem hvarf á ferðalaginu heim og nú er svo komið að allar líkur eru á því að ferðatryggingin okkar coveri tjónið. Alveg frábært það.
Fleira er ekki mikið að frétta af vesturförunum. Fyrstu einkunnir eru að detta inn, mér tókst að ná 8,9 í Management accounting prófi í síðustu viku (15% af loka einkunn), Kolla toppaði mig með 9,2 í stærðfræðiverkefni í síðustu og 4/5 í sálfræðiprófi. Hitastigið hjá okkur er núna um 0 gráður, fór alveg niður í 16 gráður í síðustu viku og vindur í kaupbætir! Hef sjaldan fundið fyrir eins miklum kulda...keyrt í skólann þann daginn!