Löng og ströng helgi að baki. Fengum félaga í mat á föstudaginn og kíktum svo á barinn og í partý á laugardagskvöldið. Erum búin að hitta alla félagana held ég núna. Við erum ekki alveg búin að ná í allar bækurnar sem við þurfum en ætlum að klára það í dag. Erum búin að vera rembast við að ná þeim notuðum til að spara pening með ágætum árangri alveg, annars er fyrsta ,,alvöru" skólavikan nú að hefjast.
Við urðum fyrir því óláni á leiðinni heim að digital myndavélin týndist. Hrikalegt alveg, erum búin að vera hafa samband við alla þá staði sem við stoppuðum á, á ferðalaginu hingað. Mjög ótrúlegt, ef hún hefur orðið eftir einhverstaðar að henni hafi ekki hreinlega bara verið stolið!
Vorum líka að skella inn nýju skilaboða kerfi. Nú er hægt að senda okkur skilaboð við hverja færslu. Ef þið langar að rífast, senda okkur kveðju eða bara koma þínu á framfæri við okkur og okkar fólk...gerðu svo vel að ýta á "Shout out".