 |
 |
wmánudagur, febrúar 17, 2003 |
 |
 |
 |

Það hafa heldur betur verið veðurfarsbreytingar hjá okkur í Vesturheimum undanfarið. Bæði í fyllstu orðsins merkingu og sem myndlíking.
Veðrið hérna hefur verið alveg rosalega kalt. Mest hefur reyndar verið logn sem betur fer en frost farið niður í -20 gráður, er -12 þegar þetta er skrifað. Maður er alveg vel dúðaður í hvert skiptið sem farið er út úr húsi.
Orlando ferðin okkar datt upp fyrir. Eftir að við tókum gamla Dynastyinn okkar í gegnum skoðun var okkur sagt að hann væri nær dauða en lífi! Það hefði kostað okkur vel rúmlega $1000 að koma honum í “ökuhæft” ástand! Framkvæmdarvald heimilisins tók þá ákvörðun um að nú væri ráð að versla nýjan og selja gamla félagann áður en við þyrftum að kosta meira til hans. Það var gert og nýr bíll verslaður. Jeep GrandCherokee ’95 módel. Algjör kaggi...svo við erum að “Driving with style” eins og félagar okkar segja. Erum rosa ánægð með gripinn, geggjaður bíll til að ferðast á svo okkur hlakkar mikið til sumars. Strax í næsta mánuði, svona um miðjan næsta (til loka hans), á að vera komið svona veður eins og er heima á Íslandi í júní! Sumarið verður svo algjör bomba, upp í og yfir +30!!! Það er alveg komið á hreint að við verðum hérna yfir sumarið. Ég tek 4 áfanga en Kolla 3. Kolla hefur svona verið að velta því fyrir sér að fara heim jafnvel í stutt frí, annars hafa foreldrar hennar líka verið að spá í að kíkja í heimsókn. Þetta á allt eftir að koma betur í ljós.
Ég og Kolla höfum núna fengið formlegt leyfi til að vinna saman að rannsóknarritgerðinni sem við þurfum að vera búin að ljúka við, þegar við útskrifumst. Kolla er líka kominn með leiðbeinanda sem er búinn að heyra í prófessornum mínum og allt farið á fullt. Ætlum að byrja í fríinu að finna sálfræðilega vinkla á verkefninu. Í stuttu máli eru þetta nokkrar útfærslur á “Prisoners Dilemma” sem við skoðum hvernig fólk hegðar sér við þátttöku í. Ég hlakka mikið til að hefjast handa, báðir prófessorarnir okkar virðast vera mjög spenntir fyrir þessu.
Man ekkert fleira merkilegt í bili svo ég læt þetta duga.
By
Gudmundur at 2/17/2003 02:11:00 e.h.
|
 |
 |
 |
 |
 |
|