wfimmtudagur, febrúar 27, 2003


Jæja fríið á enda og skólinn byrjaður á fullu. Við fórum á laugardaginn og skutluðum Daniel, sem er kærasti Daliu vinkonu okkar frá Úkraínu, út á flugvöll. Á flugvellinum sáum við Concord þotu úr lítilli fjarlægð. Þetta er ein af þeim 11 sem eftir eru en hún þurfti að nauðlenda í Halifax á leið frá Evrópu til New York. Fer að verða spurning hvort það borgi sig ekki að taka þær út notkun það virðist alltaf eitthvað vera að þeim, en rosalega eru þetta glæsileg tæki!!! Naomi Campell fyrirsæta var víst í vélinni og spókaði sig um í Halifax þessa daga meðan vélin var löguð.

Eftir að hafa skutlað Daniel upp á flugvöll vorum við strandaglópar í Halifax því hann fór í flug kl 13, en Dan, annar vinur okkar, var að koma til Halifax kl 18 og vorum við búin að lofa honum að sækja hann. Það var því brunað í miðbæinn, Maritime Museam skoðað, þar er að finna helling af leyfum frá Titanic og söguna í kringum slysið. Fyrir þá sem ekki vita sökk það nálægt strönd Nova Scotia. Kíktum einnig á listasafnið, mjög menningarlegur dagur. Get nú ekki sagt ég hafi verið neitt yfir mig hrifinn af listasafninu og ekki Kolbrún heldur en engu að síður gaman að hafa skoðað það.

Við erum búinn að vera fá verkefni, ritgerðir og próf til baka nú eftir frí og svo virðist sem árangur nú sé alls ekkert síðri en á þeirri síðustu. Annars fór stærsti hlutinn af fríinu í að sofa, stússast í kringum bílinn okkar og að koma honum í 100% form (mynd hér). Ágæt samt að skólinn sé farinn af stað aftur, nú er ekki nema rétt rúml mánuður þar til lokaprófin byrja...og veðrið í kringum 0 gráður sem er óneitanlega mjög þægileg breyting frá því sem var!!!

Í gær fengum við tölvupóst þess efnis að ég og Kolbrún, ásamt einum öðrum, höfðum verið valin úr stórum hópi fólks til þess að fara á vegum Acadia sem skiptinemar til Ástralíu í eina önn! Við höfum tekið boðinu og erum því á leið þangað í júlí og verðum fram í miðjan nóv. 2003 því annirnar eru töluvert öðruvísi hjá þeim. Ástralía er eins langt frá Íslandi og hægt er að komast, án þess að vera út í geim!!! Við erum ekkert smá spennt fyrir þessu. Hér eru heimasíða skólans: University of Western Sydney.

Sumarið hérna verður í hámarki í lok Júlí þegar við förum út, hérna í Canada, en að hefjast í Ástralíu þegar við komum þangað. Furðuleg tilhugsun að árstíðarnar séu öfugar á við okkar. Meira um Ástralíu og ferðalagið þangað síðar.

Svo að lokum komst ég í úrstlit í frumkvöðla/nýsköpunarkeppninni her í skólanum. Er kominn í 10 manna úrslit og verð með stórann fyrirlestur um hugmyndina í næstu viku...þá á auðvitað að mætta, slá í gegn og sigra!!!





By Gudmundur at
2/27/2003 05:46:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli