wfimmtudagur, febrúar 06, 2003


Spennandi tímar framundan hjá okkur skötuhjúum í vestri. Við erum ásamt þrem Frökkum, Norðmanni og einum Þjóðverja að fara í heljarinnar ferðalag yfir Spring Break.
Fríið byrjar 14 feb og er alveg til 23. Við ætlum að leggja af stað 16, eldsnemma og halda þá til Florida með hópnum í stórum sjömanna bílaleigubíl. Við förum í gegnum eitt fylki í Canada (N.B.) en 9 í US (Main, New York, Pennsylvania, Virginia, N&S carolina, Georgia og svo loks Florida). Við ætlum að reyna bruna, með því að skiptast á að keyra, án þess að stoppa á leiðinni suður. Á leiðinni heim ætlum við hins vegar að hafa tíma til að kíkja á Hvíta Húsið, Ground Zero og fleiri merka staði. Vonum að við náum svona 2-3 dögum í Florida.

Það eina sem hefur skyggt fyrir sólu eru stríðs hugleiðingar við Írak, hvort það verði allt vitlaust í US ef af stað verður farið, en nú er mikið talað um að það verði um miðjan feb. Vonum það besta! Annars er ennþá verið að teikna upp ferðina svo meira um hana síðar.

Við lentum í miklum hremmingum á föstudaginn síðasta. Fórum til Halifax en á miðri leið bilaði rúður þurrkan bílstjóramegin! Ekki nóg með það heldur byrjaði einnig að slydda, 5 mín síðar! Hef aldrei lent í öðru eins, þurfti bókstaflega að horfa út um gluggann, farþegamegin í 30 mín til að komast á leiðarenda. Þegar við lentum þar þá náði ég að laga þurrkuna svo hún fór af stað eðlilega aftur. Búinn að keyra í 15 mín á leið heim...klikkaði aftur og sama hryllingsmyndin all over again!!! Fórum með hann á verkstæði í gær og það er búið að laga vandamálið. Reyndar fundust töluvert fleiri vandamál, bremsur sem þarf að fara skipta um, AC vissum við að var að deyja og svo vildu þeir meina að 2 dekk væru orðin eitthvað slöpp!!! Fer þangað á morgun og tékka á þessu, við reynum að komast frá þessu eins billega og mögulegt er auðvitað.

Er á svo miklu hlaupum að þetta verður bara að duga í bili!


By Gudmundur at
2/06/2003 03:51:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli