wfimmtudagur, mars 27, 2003


Nú styttist í lokaprófin, ekki nema 2 vikur eftir af tímum. Held við
séum bara bæði að gera fína hluti þessa önn. Kannski ekki eins
glæsilega og á þeirri síðustu en ekki langt frá því samt. Ég er búinn
að ljúka við öll verkefni, ritgerðir o.s.frv. svo undirbúningurinn
fyrir lokaprófin er hafinn. Óendanlega þægilegt að vera með röð og
reglu á öllu og vera búinn að koma höndum utan um allt efnið í góðum
tíma fyrir prófin.

Er búinn að vera vinna talsvert með Janmaat undanfarið, hann hefur
verið með eitthvað um 10 hagfræðitilraunir bæði í tímum og utan
skólatíma. Þetta eru tvær tilraunir sem hann vinnur að. Public good
annars vegar og comparative advantege hins vegar. Í public good
tilrauninni er verið að skoða hversu örugglega markaðir geta fjármagnað
public goods, eins og brýr, heilsugæslu, vegi o.s.frv. Hin snýst um
hversu fljótt fólk er (ef það gerir það yfir höfuð) að sérhæfa sig í
framleiðslu sem það getur vel og að skipta umframbyrgðum til að komast
yfir það sem það gerir ekki eins vel, til að hámarka hagnað. Ætla að
reyna að henda saman lýsingum á þessu fljótlega og henda inn á síðuna.
Annars er Janmaat að reyna fá styrk til þess að vinna að fleiri
rannsóknum í sumar og er búinn að segja mér, ef það gengur eftir, að
hann hefði áhuga á að ráða mig einnig í sumar.

Annars eru helstu fréttir að það er skrifstofa sem sérhæfir sig í að
taka rannsóknir og vinnu prófessorana hérna og koma þeim á markað, ef
vara og eða annað sem hægt er að koma í verð, kemur út úr því sem þeir
eru að gera. Skrifstofan hafði samband við mig og fór ég á fund á
þriðjudaginn. Þau eru rosalega spennt fyrir því að finna fólk,
fjármagn og koma á tengslum til þess að búa til prufu eintak af “The
Granny” svo hægt sé að kynna hana fyrir stórmörkuðum og fara af stað
með business!!! Alveg í skýjunum yfir þessu. 2-3 business prófessorar
hérna í skólanum sem voru búnir að sýna því áhuga að koma henni í
framkvæmd. Þau eru sem sagt núna að vinna í því að athuga hvort það sé
ekki grundvöllur til þess að fara með hana lengra. Fæ vonandi
fljótlega fréttir af gangi mála, en af fundinum að dæma virðast vera
talsverðir möguleikar. Þau höfðu samband við mig að fyrrabragði auk
þess sem ég er fyrsti nemandinn sem þau hjálpa. Hafa hingað til aðeins
verið að vinna með prófessorunum í skólunum. Fögnum því og sérstaklega
hversu oft orðið “styrkir” kom fram ;)

Kolla skrifar: Jæja, ég ákvað að það væri kominn tími til að ég myndi
leggja eitthvað til þessarar heimasíðu. Ég veit svo sem ekki hvort ég hafi
miklu að bæta við en ég skal reyna.
Eins og Gummi sagði þá er skólinn alveg að verða búinn. Ég á reyndar alveg
soldið eftir af verkefnum, m.a. á ég að skila ritgerð á morgun sem ég er
ekki einu sinni byrjuð á!!! Hún er reyndar ekki svo erfið, þess vegna er ég
svona róleg yfir þessu. Svo eru tvö verkefni eftir sem ég þarf að skila og
svo bara lokapróf. Ég er alveg tilbúin fyrir þessa önn að bara klárast, mér
finnst allt í einu alveg vera komið nóg!! En svo tekur bara sumarskólinn
við....úff þetta er endalaust!!! Nei nei, þetta er nú ekki svo slæmt, ég er
bara alveg tilbúin fyrir frí.
Það er allt á fullu í eróbikdæminu hjá mér núna. Ég er búin að vera að "team
teach" upp á síðkastið með öðrum kennurum. Það virkar þannig að ég geri
kannski upphitun, svo gerir kennarinn eihverja rútínu og svo geri ég
einhverja rútínu og þannig skiptumst við á nokkrum sinnum. Það hefur gengið
rosalega vel, ég hef verið að fá mjög góð comment frá fólki. Svo sagði
aðaleróbik gellan hérna (hún er líka yfirmaður minn og er svokallaður
"Fitness Coordinator" hérna í Acadia) við mig í dag: "You´ve really
impressed me" og fór að telja upp hvað það væri sem ég væri að gera svona
vel. Hún svoleiðis jós yfir mig lofunum!! Það var ekkert smá gaman :)))) Svo þarnæsta mánudag tek ég verklega prófið þar sem ég þarf að kenna tíma og
ég verð metin. Svo fæ ég réttindi sem "Fitness Instructor Specialist" og fer
bara að kenna eróbikk.
Hann Púki dafnar vel og segir bara gott. Ég held að honum líði vel hérna hjá
okkur, allavega er hann mjög pattaralegur og sællegur. Hann brunar svoleiðis
út um alla íbúð í kúlunni sinni og líkar það bara vel. Svo klessir hann
alltaf á, það er mjög fyndið að vera kannski að læra eða horfa á sjónvarpið
eða eitthvað og heyra alveg endalausa dynki í íbúðinni!!! Ég veltist stundum
alveg um af hlátri!! Hann hefur lífgað mjög upp á hjá okkur. Svo er alveg
merkilegt þegar hann treður matnum sínum í kinnarnar sínar. Það er ótrúlegt
hversu miklu hann kemur fyrir og hvor kinnin verður stærri heldur en hausinn
á honum. Mér finnst rosaleg gaman að fylgjast með þegar hann tekur matinn út
og mér finnst það alltaf jafn ótrúlegt!! Maturinn sem hann kemur þar fyrir
jafnast á við stærðina hans!!!! Merkilegt!!
Jæja, ég held ég hafi ekki mikið meira að segja. Yfir til þín, Gummi......

...takk Kolla, eitt ótrúlegt, þessi litlu dýr hlaupa allt upp í 8 mílur á sólahring!!!!


Annars bara takk og bless.


By Gudmundur at
3/27/2003 05:28:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli