wsunnudagur, maí 11, 2003


Jæja, þá eru öll próf´búin, við búin að fara í vikufrí um Kanada og Bandaríkin og allar líkur á því að við komum heim í júní (þetta er Kolla by the way!!!) Prófin gengu rosalega vel hjá okkur báðum, við tókum þetta í nösina!!!!!! Svo beint eftir prófin keyrðum við til Quebec og Montreal ásamt þremur vinum okkar; það var Audun frá Noregi, Sabri frá Frakklandi og Dalia frá Úkraínu. Það er alveg merkilegt að um leið og maður er kominn inn í Quebec fylki er franska aðalmálið!!! Við stoppuðum í bæ á leiðinni til að fá okkur að borða og á veitingastaðnum talaði enginn ensku!!! Alveg merkilegt!! En svo um leið og maður er kominn í stærri borgir þá talar fólk líka ensku.....það er samt alltaf byrjað á að tala við mann á frönsku! Við nýttum okkur það til fullnustu að vera með einn Frakka með okkur; hann var settur í það að þýða fyrir okkur og svona!!!
Qeubec er rosalega falleg borg, mjög evrópsk. Mikið af gömlum byggingum og svona. Montreal er æðisleg borg. Við náttúrulega skoðuðum McGill sem er háskólinn sem pabbi lærði við, einn besti háskólinn í Kanada. Við vorum í Montreal í 4 daga eða svo. Við ákváðum svo á síðustu stundu að bruna til Boston síðustu tvo dagana. Og það gerðum við; keyrðum þangað og eyddum einum sólarhring þar. Boston er ein af mínum uppáhaldsborgum, rosalega skemmtileg. Við fórum og skoðuðum Harvard; campusinn þar er alveg ótrúlegur, alveg rosalega fallegur. Svo tók það okkur sirka 14 tíma að keyra frá Boston og heim og við ákváðum að taka það í einum rykk/rikk (hvernig er þetta orð eiginlega skrifað?!!) Við vorum ekki komin heim fyrr en kl. 6 á sunnudagsmorgninum þannig maður var alveg eins og svefngengill þann daginn. Svo byrjaði skólinn aftur á mánudeginum (þ.e. síðasta mánudag). Þetta verður fyrsta sumar í ég veit ekki hvað mörg ár sem ég verð ekkert að vinna. Það er bara fínt, maður hefur það svo gott þegar maður er bara í skóla! Reyndar verð ég nú eitthvað að kenna eróbikk í sumar, það er reyndar ekki alveg komið á hreint hversu mikið. Ég er voða spennt fyrir því.
Heyrðu, svo er það nýjasta: við erum líklega að koma heim í sumar!!! Við erum í fríi í 3 vikur eða svo í júní og byrjun júlí og við erum að hugsa um að skreppa bara heim!! Þetta er reyndar ekki alveg komið á hreint en eins og staðan er í dag þá eru alveg mjög miklar líkur á því. Ég er náttúrulega alveg sjúk ég er svo spennt! Hlakka ekkert smá til að hitta alla fjölskylduna og vinina.
Jæja, þá held ég að allar fréttir séu búnar í bili. Ég sé ykkur vonandi bara á Íslandi í sumar :) (og Gummi biður að heilsa)


By Gudmundur at
5/11/2003 10:46:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli