wlaugardagur, júní 07, 2003


Haldið þið að ég ætli ekki að fara að blogga núna!!! Ég veit það...við erum örugglega lélegustu bloggarar sögunnar! En það eru svo sem fullt af fréttum sem ég get sagt ykkur frá. Gummi komst að því í gær að hann er á dean´s list en það er listi sem hæstu 5% nemenda skólans komast á. Hann fær m.a.s. pening frá skólanum, við vitum ekki ennþá hversu mikið en höldum að það séu svona 1000 dollarar sem eru sirka 55.000 kr. Ég er líka mjög bjartsýn á að ég komist á listann svo þá fáum við smá pening í vasann!! Ekki slæmt.
Sigríður systir mín kemur á þriðjudaginn. Hún og Gummi eru að fara að vinna að svolitlu með skólanum og jafnvel að fara að stofna fyrirtæki. Það er svo löng saga á bakvið þetta og ég kann ekki alveg að segja sem best frá því, Gummi væri betri í það. Ég ætla því ekkert að vera að lýsa þessu neitt nánar. Ég hlakka náttúrulega svakalega til að fá systur mína í heimsókn, hef ekki séð hana síðan síðustu jól! Við keyptum einmitt uppblásna dýnu og kodda í gær. Maður býr í svo lítilli íbúð að það er náttúrulega ekkert gestaherbergi!! Svo 17.júní leggjum við (þ.e. ég og Sigríður) af stað heim og komum til Íslands 18. ÉG ER AÐ KOMA HEIM!!!!!!!!!!! Ooohhh, ég hlakka svo til :)
Ég er búin að vera að kenna eróbikk á fullu, nánar tiltekið kickbox. Það gengur alveg svakalega vel og mér finnst það ekkert smá gaman. En ég á náttúrulega bara eftir að kenna tvo tíma og svo þarf ég að fara. Vonandi get ég kennt meira þegar við komum til baka frá Ástralíu í janúar.
Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Sjáumst bara á Íslandi!!!


By Gudmundur at
6/07/2003 04:57:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli