Ég varð 25 ára í gær sem ég er engan veginn að skilja! Það er einhver að eiga við þessar tölur, það hlýtur bara að vera! Fjölskyldan, að hamstrinum undanskildum, hélt til Halifax í tilefni dagsins þar sem var verslað og borðað dýrindis Sushi. Bara gott mál. Annars er hitinn hérna úti núna alltaf um 30 gráður en verið hálf skýjað undanfarna daga svo lítið færi gefist á því að skella sér á ströndina.
Skólinn byrjaði á mánudaginn í síðustu viku og erum við bæði alveg á floti! Við náum að klára 2 áfanga í sumar á aðeins 6 vikum en þær verða algjört hell, en auðvitað þess virði.
Fleira ekki í bili!
(Dags. eitthvað furðuleg, þetta var skrifað 12. júlí)