Jæja þá er þriðji áfanginn búinn þetta sumarið og 9 einingar komnar í bankann. Nú eigum við aðeins eftir að klára einn áfanga í viðbót nú í sumar en hann byrjar á mánudaginn og er í 3 vikur. Ég var með 87.5% þegar ég fór í lokaprófið í gær svo þetta var alveg massað.
Við vorum annars að ranka við okkur og erum að fara á Tim Hortons í morgunmat en svo er planið að bruna eitthvað um Nova Scotia þar til annað kvöld. Ekkert heimanám og engar skyldur þessa helgina þar sem við byrjum ekki í nýjum tíma fyrr en á mánudaginn...en það á að nýta til fullnustu.
Hagfræðivalið er komið inn aftur hér að ofan en þar ætla ég að halda hugðarefnunum svo áhugalausir hljóti ekki andlegan skaða af að þurfa að fara í gegnum einhverjar hagfræðilegar eða pólitískar ádeildur!!! Neinei segi bara svona en það er eitthvað nýtt komið þar inn. Kolla er einnig búin að skrifa texta við flestar myndirnar sem ég er að reyna henda inn þessa dagana.
Annars bara rokk og ról og við erum farinn í ferðalag!