Við frúin erum búin að vera núna á Íslandi í rúmlega tvær vikur í góðu yfirlæti. Dekruð út í eitt af foreldrunum ásamt því að hafa verið á miklum faraldsfæti til að reyna ná að hitta sem flesta því stoppið var svo stutt.
Við erum hætt við Ástralíuför sem er sennilega stærstu fréttirnar þessa dagana. Ástæður þess eru fjölmargar en þær sem vega þyngst er 5klst ferðalag (+að koma sér á lestarstöðina ofl) sem Kolla hefði þurft að leggja í 3 í viku til að fara í tíma auk viðskiptahugmyndarinnar sem ég og Sigríður, systir Kollu, höfum verið að vinna að en þar er allt farið á fullt. Þetta flýtir einnig fyrir okkur sem gerir okkur kleift að hefja framhaldsnám í september 2004 en ekki september 2005 eins og hefði sennilega annars verið.
Sigríður kom einnig í heimsókn til okkar og var með okkur í viku áður en við komum heim. Rosalega gaman. Foreldrar Kollu eru einnig að stefna að því að koma út í lok Ágúst auk þess sem foreldrum mínum dauðlangar að koma út í apríl á næsta!
Í dag verður ferðinni haldið til baka. Við yfirgefum föðurlandið kl 15:00 í dag en höldum þá til London þar sem við dveljum þar til á sunnudag. Þaðan er ferðinni heitið til Halifax þar sem skólinn tekur við næsta mánudag. Ég hef aldrei farið til London, svo mikil tilhlökkun er í loftinu. Við erum búin að versla okkur miða á “Sexual Perversity in Chicago” sem er leikrit með Mathew Perry (Chandler í Friends) í London. Náðum miðum mjög framarlega svo Chandler verður í návígi! Annars er búið að plana hvað á að skoða sem eru allir þessir helstu túrista staðir. Bara gaman!
Annars ætlum við frú að taka 2 tíma í viðbót í sumar en þá náum við að klára næsta sumar! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Næsta september er stefnan tekin á MBA nám og allar líkur á því að við skötuhjú tökum gráðuna saman.
Við eigum núna alveg helling af myndum sem við eigum eftir að setja inn. Þær koma MJÖG fljótlega, lofum því!