Úff ár og aldir síðan það var bloggað síðast! Búið að vera crazy að gera. Fórum í tveggja vikna ferðalag niður til Orlando (á bílnum sem varð 8000km reyndari fyrir vikið!) og svo komu foreldrar Kollu til okkar í viku í lok ágúst/byrjun sept. Kolla að kenna á fullu og ég byrjaður á lokaritgerðinni minni. Ætlum í dag eða á morgun að setja inn myndirnar sem við tókum í ferðinni og á meðan foreldrar Kollu voru hérna. Það stendur einnig til að blogga það sem drifið hefur á okkar daga undanfarið en það borgar sig víst að lofa ekki of miklu.
Sem sagt allt að fara gerast!!!
btw. Jói vinur minn sem er í Master námi í Boston er kominn með heimasíðu www.johannari.net. Tékkið á stráknum!