Ég fékk í dag rúmlega 80 hagfræðiverkefni til að fara yfir fyrir prófessorinn sem ég er að vinna fyrir. Ekki nóg með að það taki rosa tíma að fara yfir svona mikinn fjölda heldur er hann með skelfilegustu skrift sem, án þess að ýkja, þarf túlk til að skilja...en lausnirnar frá honum eru alltaf handskrifaðar! Stanslaust stuð!
Annars er brjáluð rigning hjá okkur núna og svefnherbergisveggurinn okkar er búinn að bólgna út! Verkefni fyrir morgundaginn!
...og bloggað tvo daga í röð! Nú hljóta myndirnar úr ferðalaginu okkar í sumar að fara hrynja inn líka!