Já ekkert nýtt blogg neitt! Veit veit veit, Jói vinur minn er að endurgera síðuna með myndakerfi og ég veit ekki hvað og hvað. Það þýðir að það tekur okkur miklu miklu skemmri tíma að uppfæra hana og því hugsa ég að ég láti ekki myndirnar sem við eigum fyrr en nýja kerfið verður klárt sem verður núna á næstunni.
Við erum kominn með digital myndavél aftur og búin að taka slatta af myndum sem bíða eftir að komast inn.
Annars fórum við þarf síðustu helgi til Halifax með helling af fólki. Hittum þar 2 Íslendinga sem slógust í för með okkur, út að borða og svo að tjútta. Rosa fjör. Mikið ævintýri reyndar því við gistum á svona Youth Hosteli...sem kostaði $20 nóttin = mjög ódýr. Í hagfræði er það fyrsta sem maður lærir að ókeypis hádegisverður er ekki til og maður fær það sem maður borgar fyrir. Það var svo sannarlega satt í þessu tilfelli. Við vorum 10 saman og okkur var deilt niður á 3 herbergi, en 8 manns eru í hverju herbergi. Til að gera langa sögu stutta var liðið sem var með okkur það stærsta saman safn af furðufuglum sem ég hef á ævinni séð. Talandi upp úr svefni, hlægjandi upp úr svefni, sparkandi uppúr svefni, lesandi Mein Kampf og klámbækur og ég veit ekki hvað og hvað og hvað og hvað. (og þá læt ég það vera að lýsa því hvernig þetta fólk leit út!!!) Mæli sem sagt ekki með því. Við reyndar komum á herbergið 3am og farin út 9am svo það var ekki miklum tíma eytt á hostelinu en vá!
Annars er bara allt crazy að gera hjá okkur báðum. Ég er búinn að flytja allt skóladótið mitt alfarið niður á skrifstofuna mína niðrí skóla og læri orðið alltaf þar. Mjög fínt að fara svo heim þegar maður er búinn og skilja bara námið eftir. Svona fílingur að maður sé búinn í vinnunni í dag sem er mjög þægilegt. Kolla er að kenna erobik alveg á milljón og er löngu hætt að bera sig saman við hinar stelpurnar sem eru að kenna. Nú er það bara yfirmaðurinn sem hefur kennt í 20 ár sem á að toppa! Neinei segi svona en hún er orðin alveg massa góð.
Kíktum aðeins út á lífið á laugardagskvöldið með helling af erlendum nemendum, mjög fínt bara. Annars fer allur aukatími í nám þessa dagana. Það hefur aldrei verið svona mikið að gera hjá okkur frá því við komum...sem er bara fínt.
Erum að skoða skóla á fullu þar sem er á hreinu að við klárum bæði næsta sumar. Hvað er það! Þetta er bara að verða búið og maður er nýkominn! Þetta er samt ferlegt því manni finnst BA gráðan ekkert núna...getum hvorug hugsað okkur að halda ekki áfram og taka a.m.k. Master líka...en það er í vinnslu hvar.
Heyrðu já og vonda veðrið sem rústaði öllu í Halifax. Bjöggi vinur okkar sem er í St. Mary’s í Halifax var ekkert í skólanum í síðustu viku. Ekkert rafmagn og skóli í viku! Allt í rúst gjörsamlega. Hjá okkur hinsvegar fór ekkert af stað og fólk varð ekkert var við veðrið. Vöknuðum ekki einu sinni við það um nóttina. Fínt að búa í Wolfville.