Jói byrjaður að laga síðuna og allt að verða crazy!
Thanksgiving helgi hjá okkur að baki en það var frí í skólanum á mánudaginn. Reyndar í dag og fimmtudags og föstudag hjá mér líka. Ekkert að því.
Hittum allt international liðið á laugardagskvöldið og gerðum lítið annað um helgina en að reyna ná heilsu. Rosa gaman samt og ótrúlegt hvað var hægt að hlægja mikið af brandaranum á kostnað Tyrkjanna þarna. “It’s thanks giving. That is why the Turky’s are here” og “Why aren’t the Turkey’s in the owen?”. Þeim var reyndar ekki eins skemmt og okkur hinum en það var kannski ekki við öðru að búast.
Kolla er í próf lestri og verkefna vinnu frá neðra þessa dagana en hálf rólegra hjá mér. Er að reyna púsla lokaritgerðinni minni saman sem eru um Ísland og Evrópusambandið. Stóð reyndar alltaf til að skrifa um tilraunirnar sem ég vann með prófessornum á síðustu önn að gera en áhuginn var meiri á Evrópu. Mun auðveldara verk en ég kannski gerði ráð fyrir. Búið að skoða þessi mál svo rosalega vel. En yfirmaður hagfræðideildarinnar er leiðbeinandinn minn svo þetta verður bara gaman. Mjög líklegt að hér fari að detta inn evrópumolar en með hjálp Jóa er verið að endurskipuleggja síðuna svo það verði auðveldara að uppfæra hana og halda henni við.
Besta mál og á Jói mínar bestu þakkir fyrir.
Myndakerfið er að komast í gagnið og einhverjar myndir komnar inn. Albúmin aukast hins vegar mikið má gera ráð fyrir næstu daga.