 |
 |
wfimmtudagur, október 23, 2003 |
 |
 |
 |

Jæja, 22 október og nú innan við 2 mánuðir í jólafríið, 1 ½ mánuður eftir af tímum og ég er ennþá sannfærðu um að það sé eitthvað samsæri í gangi. Tíminn getur ekki hafa liði svona hratt!
Lítið að frétta héðan nema hvað við erum bæði á haus í skólanum. Hamsturinn var ættleiddur í dag svo nú er fjölskyldustærðin komin aftur niður í 3. Talandi um fjölskyldur þá á erum við Kolla skyld í gegnum hann Ólaf Jónsson sem samkvæmt Íslendingabók var Bóndi á Undir-Hrauni í Landbroti, V-Skaft. Var á Hrauni, Leiðvallarhreppi, V-Skaft. Ótrúleg þessi Íslendingabók á netinu!
Ólafur Jónsson 1690
Jón Ólafsson 1734 - 1787
Ólafur Jónsson 1764 - 1802
Jón Ólafsson 1789 - 1854
Arndís Jónsdóttir 1822 - 1912
Hreiðar Hreiðarsson 1844 - 1910
Arndís Hreiðarsdóttir 1876
Þórunn Jónsdóttir 1919
Arndís Leifsdóttir 1949
Guðmundur Arnar Guðmundsson 1978
Eiríkur Ólafsson 1713 - 1778
Halldóra Eiríksdóttir 1756 - 1822
Sveinn Eiríksson 1789 - 1862
Halldóra Sveinsdóttir 1833
Aldís Stefánsdóttir 1868 - 1945
Stefanía Halldóra Ármannsdóttir 1889 - 1951
Sigríður Þórðardóttir 1918
Kolbrún Sæmundsdóttir 1942
Kolbrún Birna Árdal 1980
Á meðan þetta er skrifað erum við Jói að mixa inn fullt af myndum. Eigum nýjar myndir úr gleðskapnum sem við fórum í síðustu helgi með international liðinu hérna en svo eru líka myndir af barninu, Nölu. Er með bunka af myndum úr USA ferðinni okkar í sumar sem ég ætla skanna inn í kvöld...svo vonandi verður kominn inn góður bunki á morgun.
Annars er Kolla að rúlla upp taugasálfræði tíma sem hún er í. Hún er búin að hafa svo miklar áhyggjur af honum því hún var ekki búin með undanfarann. Það er ekkert einfalt mál, sérstaklega þegar heilinn á í hlut, að vanta heila önn af þekkingu en hún er svoleiðis að massa hann! Undirritaður hefur mest verið að berjast við Math Economics sem var einmitt midterm í, í morgun. Ég held bara að það hafi verið tekið með glæsibrag.
Við erum alveg virkilega farin að spá í framhaldinu, hvað við ætlum að læra. Ótrúlega skrítið að þetta sé að verða búið.
BTW. Kill Bill! Fórum á hana í vikunni! Það hefur auðvitað alltaf verið á hreinu að Quentin Tarantino er snillingur en vá! Þvílíkt meistaraverk! Gæti ekki gefið henni betri meðmæli!
Annars bara bless í bili!
By
Gudmundur at 10/23/2003 02:00:00 f.h.
|
 |
 |
 |
 |
 |
|