wlaugardagur, nóvember 01, 2003


Fullt af nýjum myndum komnar inn. Bæði frá því foreldrar Kollu voru hjá okkur og frá ferðinni okkar til US. Það var án efa skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í. Ótrúlega gaman að sjá Frelsisstyttuna, Hvítahúsið og Empire State bygginguna sem dæmi. Ólíkt Kollu hef ég farið á svo rosalega fáa staði í US svo þetta var mikið ævintýri.

Við erum núna búin að keyra bílinn okkar um 20.000km á innan við ári! Hvað er það

Annars erum við ný vöknuð og þurfum að fara með barnið til læknis í dag til að fá sprautu. Halloween í gærkvöldi sem er, án þess ég ýki, skemmtilegasta concept sem ég veit um. Hér fara allir í búninga og fara út á lífið. Fórum í partý á undan og svo á barinn en vinur okkar tók helling af myndum sem ég fæ á eftir og set síðan inn á síðuna.

Í dag, eins og undanfarna daga, var hitinn um 20 gráður! Mjög óvenjulegt. Þetta er kallað Indian Summer, þegar enn er svona heitt á þessum tíma árs. Við kvörtum ekkert yfir þessu!

Ég fékk bókasafnið okkar í skólanum til að fjárfesta í “Free to Choose” þáttunum hans M.Friedmans sem bárust í gær. Lág í gær yfir þeim og horfði á alla þættina og er reyndar byrjaður að horfa á seríuna aftur. Þeir sem ekki þekkja eru þetta þættir um Frjálshyggju, frelsi til atvinnu og athafna, og mikilvægi frelsisins fyrir auðlegð okkar velferð.

Það er alveg merkilegt hvað mikið af kennurum hér eru sósíalistar. Ég lenti hrikalega í því í heimspeki tíma sem ég og Kolla tókum bæði en ég varð þar sífellt að verja frelsið. Það gekk oft alveg hrikalega langt og ég fékk oft að finna rosalega fyrir því að vera ekki sammála honum, sem mér var svo sem alveg sama um. Sérstaklega þar sem oft átti kennarinn engin rök nema “ég held þetta sé ekki svona” á móti staðreyndum. Kolla er í tíma núna með kennara sem sagði í öðrum tíma að hann væri Marxisti og það rignir yfir hana sósíalískar kenningar sem eiga að leysa öll heimsins vandamál. Ótrúlegt að það sé enn til fólk, og hvað þá menntamenn, sem halda í fullri alvöru að sósíalismi hafi yfirburði yfir kapítalismann. Hefur þetta fólk búið undir steini síðustu áratugi? Ég reyni að vopna Kollu reglulega með rökum til að skjóta á kennarann, við reyndar mismikinn fögnuð Kollu.

Kolla er reyndar að sannfærast meir og meir að jöfnuður og frelsi eiga enga samleið sem er rosalega gott mál.

Ekki fleira í bili.


By Gudmundur at
11/01/2003 04:49:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli