wföstudagur, maí 28, 2004


Hef frá nákvæmlega engu að segja! Ekkert að gerast í Kanada nema jú það eru allir skíthræddir hérna við nýjustu hótanirnar um hryðjuverkaárásir. Eitthvað virðist fólk vera að taka hótununum nú af meiri alvöru en áður.

Miðannar próf í tímanum mínum á mánudaginn svo það er bara lært og lært og lært og lært. Saga vestrænnar menningar takk fyrir!!!!

Ætla annars að vera duglegur að henda inn talnagögnum, með eins litlum texta og mögulegt er, inn í skrif. Pælingin er Uncommon knowledge, að varpa ljósi á staðreyndir sem eru ekki alveg í takt við það sem almúginn telur sig vera með á hreinu. Hagfræði, stjórnmál og viðskipti verða þar í aðalhlutverki.

Nokkur lög sem ég er að missa það yfir þessa dagana:

Junior Jack – Stupiddisco
Faithless - Mass Destruction
Steve Angello - Voices (Eric Prydz Remix)

Og tveir gamlir gullmolar:
Paperclip People –Throw
Carl Craig – The Climax


Annars bara Operation Ísland 19 Júní!!!


By Gudmundur at
5/28/2004 11:11:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli