wmánudagur, maí 24, 2004


Tónlist

Er búinn að vera hlusta á RADIOFG.COM, sem er frönsk útvarpsstöð á netinu. Ég get ekki mælt meira með nokkurri útvarpsstöð. Það voru félagar frá Frakklandi sem bentu mér á hana en Martin Solveig, Da Fresh og fleiri snillingar voru kynntir fyrir mér á sama tíma sem fá einnig mín bestu meðmæli. Rúsínan í pylsuendanum er svo franski rapparinn MC Solar, svalasti rappari jarðar! Ekki bara að tónlistin hans sé ofur svöl heldur er drengur einnig mikið skáld og virtur fyrir það í Frakklandi en textarnir hans eru bæði djúpir og fullir af visku. Kann ekki staf í frönsku svo ég ætla ekki að selja þessa yfirlýsingu neitt dýrar en ég keypti hana. Það er hægt að hlusta á RadioFG með því að smella á Tónlist hér til vinstri á síðunni.

Það er hins vegar diskurinn sem er í fartölvunni minni núna, sem ýtti mér úr í að reyna heilaþvo yður á tónlist. Buena Vista Social Club!!! Eitt orð “SUMAR”!

Get ekki mælt meira með nokkrum disk! Þvílík gleði, sól og sumar! Skyldu kaup eða DL! :)


By Gudmundur at
5/24/2004 10:45:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli