 |
 |
wsunnudagur, maí 23, 2004 |
 |
 |
 |

Var að vakna, skít kalt, og ég er nokkuð viss um hvaða rör það er sem fer að syngja (líkt og nú) þegar einhver er í baðinu á 3 hæð. Í herberginu mínu, sem er á jarðhæð, er smá kynning á held ég flestum rörum hússins. Ég er orðin nokkuð glöggur á hvaða rör er hvað en þau henta afar vel til að hengja upp herðatrén sem ég er með. Annars skapa rörin heimilislega rússneska stemmningu.
Veðrið hefur heldur betur verið að breytast í Wolfville, stuttbuxur og t-shirt orðið normið. Kolla fór með foreldrum mínum heim 11 maí. Ég er því fluttur inn á nokkra félaga sem er svo sem ágæt þó svo ég óneitanlega mikið farinn að hlakka til að komast heim.
Þar sem Kolla er farinn, er síðan okkar hætt að verða tengd Kanada för okkar og verður nú eingöngu byggð upp af skoðunum, vangaveltum og öðru sem kemur til með að drífa á mína daga. Ég ætla reyna halda skrifunum líka stuttum og setja inn í "skrif" lengri vangaveltur.
Svo ég stikli á stóru, þá er eftirfarandi upptalning það helsta sem hefur verið að gerast í mínu lífi:
- Fékk A+ fyrir lokaritgeriðna mína sem ég sett inn í “skrif” í dag. Hún var um það hvort Ísland ætti að sækja um ESB aðild. Niðurstaðan var neikvæð enda sambandið í mikilli tilvistarkreppu og siglir sem stefnulaust skip þessa dagana. M.ö.o. ESB veit ekki hvað það er né hvert það er að fara, sem sagt klúbbur sem er ekki mjög aðlaðandi sérstaklega þar sem, ólíkt öðrum klúbbum, úrsögn úr honum væri sjálfsagt efnahagslegt og pólitískt sjálfsmorð! Meira um ESB á komandi vikum.
- Ég er kominn inn í MBA og Meistaranám í Hagfræði við Háskóla Íslands. Ég hef einsett mér að ráðast í bæði en eyða 2-3 árum í að ljúka báðum gráðum.
- Er að taka tíma núna þar til 17 Júní en legg af stað til Íslands í gegnum London þann 18. Heima verð ég í 2 vikur og svo er það Suður Afríka til 16 ágúst. Þá Ísland aftur og áframhaldandi nám.
- Hef örlitið byrjað á ritgerðinni minni sem ég þarf að skrifa samhliða vinnu minni í S-Afríku. Hún er 8000 orða ritgerð um Hagfræðilega þróun í Suður-Afríku að lokinni aðskilnaðarstefnunni. Svona 10 árum síðar ritgerð en í ár er einmitt 10 ár síðan aðskilnaðarstefnan var lögð niður. Það má því búast við talsverðu um Suður-afríku á komandi vikum á þessum síðum.
- Hef núna í ár verið með í maganum að þýða eina vinsælustu frjálshyggju bók sem gefin hefur verið út. Ég er að vona að ég geti hafist handa við það fljótlega.
Síðuna er ég að uppfæra einnig á nokkrum stöðum. Myndirnar eru farnar. Fleiri breytingar eiga eftir að eiga sér stað til þess að gera síðuna meira að vettvangi skoðana og hugleiðinga en minna mitt persónulega ferðalag í gegnum lífið.
Nokkrar síður sem ég mæli með að séu skoðaðar:
www.johannari.net
http://blog.central.is/frelsi
www.radiofg.com
Er annars að lesa “The Da Vinci Code” þessa dagana eftri Dan Brown. Var búinn að heyra svo mikið um hana að ég ákvað að næla mér í eintak þegar ég skutlaði Kollu, mömmu og pabba upp á flugvöll. Hún fær mína hæstu einkunn. Ég hef átt erfitt með að leggja hana frá mér frá fyrsta degi. Þvílík spenna og ævintýri!
By
Gudmundur at 5/23/2004 03:03:00 e.h.
|
 |
 |
 |
 |
 |
|