 |
 |
wþriðjudagur, október 19, 2004 |
 |
 |
 |

10 þúsund krónum fátækari eftir tannlæknaferð dagsins en þarf að punga út 75þ í viðbót til að klára afleiðingar Ópalsins sem tennurnar mínar voru ekki alveg að fíla.
Var að klára að horfa á myndina “The day after tomorrow” sem var hin besta skemmtun. Boðskapurinn hinsvegar mjög rotinn og fullur af rökvillum sem ég nenni ekki að fara eitthvað úti djúpt en umhverfissinnar hafa eflaust horft á þessa mynd eins og að einhverskonar heilög ritning væri hér á ferð "Thee shall not pollute". Í lok myndarinnar, þegar búið var að flytja alla íbúa suður Ameríku til Mexíkó, hélt forseti Bandaríkjanna ræðu þar sem hann sagði mannkynið hafa eytt upp náttúruauðlindum jarðar og misþyrmt náttúrunni of lengi en afleiðingarnar voru ísöld á einni nóttu!
Mér datt strax í hug Julian Simon, hagfræðisnilling sem dó ekki alls fyrir löngu. Hann setti fram róttækar kenningar um umhverfið og þróunina en talaði um mannkynið sem “the ultimate resource”. Í stuttu máli sagði hann að við þyrftum alltaf minna og minna af náttúruauðlindum til þess að fá sömu, eða aukna, framleiðslu því við erum alltaf að verða klárari og klárari vegna tækniþróunar. Hefur reyndar ekkert að gera með hækkandi hitastig jarðar sem ég reyndar ræði hér, en engu að síður mjög skemmtilegt. Tökum dæmi:
Samkvæmt Simon ættum við ekki að hafa neinar áhyggjur af því að eyða t.d. öllu hreinu vatni sem við búum yfir. Reyndar sagði Simon að við værum að gera mannkyninu mikinn greiða með því að eyða því upp óskynsamlega.
Rökin eru þau að ef verðmyndun á vatni væri alfarið ákvarðað á markaðinum, og ekki bjagað á neinn hátt, myndi verðið pr. Lítra af vatni aukast því minna sem verður eftir. Hér er lögmál framboðs og eftirspurnar á ferð. Því hærra sem verðið á vatni sem dælt er beint úr jörðu verður því meira fjármagn setja fyrirtæki í þróun á tækni til þess að hreinsa vatn, t.d. úr sjó. Því meira fjármagn sem fer í tækniþróunina, því ódýrari verður tæknin þar til að lokum eiming vatns úr sjó verður mjög ódýr.
Þetta væri slæmt að því leyti að Íslendingar, sem dæmi, í dag þurfa ekki að borga mikið fyrir vatnsnotkun, ef vatnsbólin okkar tæmdust þyrftum við að fara punga út einhverjum aurum fyrir vatnið en þó margfalt minna en gengur og gerist fyrir eimað vatn í dag. Þannig værum við í raun ekki betur sett en ekki miklu verr sett heldur.
Jákvæðu ytri áhrifin eru hins vegar þau sem vega hér þyngst. Mjög mörg þróunarlönd þurfa að búa við gríðarlegan vatnsskort en aðferðir til að hreinsa sjó eru svo dýrar í dag að þær eru ekki á færi þeirra. Ef við í vestri færum í auknu mæli að setja pening í þróun tækninnar, myndi kostnaður við eimingu á sjóvatni snar minnka sem gerði það mögulegt fyrir þriðjaheiminn að nota eimingaraðferðina þar sem hún yrði margfalt ódýrari. Hvað ætli væri hægt að bjarga mörgum milljónum mannslífa með þessu?
Áhugaverð pæling.
By
Gudmundur at 10/19/2004 11:41:00 e.h.
|
 |
 |
 |
 |
 |
|