 |
 |
wþriðjudagur, október 19, 2004 |
 |
 |
 |

Dagurinn í dag er ekki góður dagur. Þegar ég vaknaði var eins og verið væri að kasta einhverjum í glugga svefnherbergisins. Það rann reyndar fljótt upp fyrir mér að hér væri al-íslenskur vetrar vindur á ferð. Lætin gáfu til kynna kulda, rok og jafnvel hálku. Alveg ekki að langa upp úr rúminu í morgun!
Það var samt ekki veðrið sem eyðilagði daginn fyrir mér áður en ég fór á fætur heldur blái Opalin sem ég fékk frá skólafélaga í gær. Ópalin nefnilega reif úr mér fyllingu og braut hluta af tönninni! Ég er núna með risa gat í gómnum á mér, á leið til tannlæknis klukkan 14:30. Núþegar hef ég sett allar mínar veraldlegu eigur á uppboðsvefinn eBay en er bjartsýnn á að geta fjármagnað ferðina þannig! Sem sagt góður dagur...neinei ég er alveg hress.
Að lokum mögnuð grein um friðarverðlaunahafa Nóbels í ár í The Economist. Svolítið magnað að hún var að fá friðarverðlaunin fyrir að stuðla að friði með gróðursetningu.
“THIS year's Nobel Peace Prize was awarded last week to Wangari Maathai, a Kenyan environmentalist-turned-politician, for planting 30m trees.”
“By reforesting Kenya, Ms Maathai has made it less likely to go the way of Sudan. And the way she did it—by paying peasant women to plant seedlings in their own villages—empowers women, and so promotes peace even more.”
Ég ætla samt ekkert að gera lítið úr afrekum hennar en eftir að hafa séð yfirlýsingar hennar um AIDS finnst mér ótrúlegt að þessi manneskja fái friðarverðlaunin en áfram segir The Economist:
“As she reiterated last week, she thinks the virus [AIDS] was created by “evil-minded scientists” to kill blacks: “It is created by a scientist for biological warfare.” Ms Maathai also argues that condoms cannot prevent transmission of the virus. Coming from one of the first women in east Africa to earn a doctorate, Ms Maathai's views might be seen as surprising. Coming from a freshly crowned Nobel laureate, they might be considered inexcusable.”
By
Gudmundur at 10/19/2004 11:28:00 f.h.
|
 |
 |
 |
 |
 |
|