Ég var að horfa á þáttinn Lífsaugað á dögunum en ég hef mikinn áhuga á miðlum og tengdum efnum. Þar sem ég efast um tilvist Guðs og hef enga trú á lífi eftir dauðann hef ég mótað kenningu sem skýrir hæfileika miðla.
Miðlar hafa ekki hugmynd um hvaðan þeir fá það sem þeir heyra eða sjá en þess vegna er ég viss um að þetta sé hugalestur. Með því að horfa á Lífsaugað er hægt að byggja sterk rök fyrir þessari kenningu, tvö verða hér sett fram.
Þórhallur er yfirleitt að segja frá einhverju sem viðmælandi hans veit fullvel af. Hætta kvarta þegar þú labbar upp stigann heima, ryksuga betur, taka til í skápunum o.s.frv. Oft er hann einnig að lýsa viðmælandanum og að hann eigi ekki að haga sér á einhvern ákveðinn hátt. Allt sem viðmælandinn gæti sagt Þórhalli ef ekki í orði þá einhvern veginn öðruvísi.
Rök númer 2: af hverju í veröldinni ættu ástvinir, sem fá kannski aðeins þetta eina tækifæri í sínu nýja lífi til að hafa samband við okkur jarðneska fólkið, að nota þann stutta tíma sem þeir hafa til þess að segja okkur að taka til í skápunum hjá okkur og minna okkur á það að ryksuga betur! Finnst þér líklegt að þú myndir eyða þannig eina tækifærinu sem þú fengir til að hafa samband við börnin þín eftir að þú deyrð? Ég virðist vera í minnihluta því allir þeir framliðnu sem Þórhallur nær til virðast vera mjög annt um hreingerningar þeirra sem eru eftirlifandi.
Annars er ég ennþá hálf ónýtur...einhver veikindi að dragar mig niður. Annars skóli klukkan 16 og einhver lestur sem ég ætti að reyna komast yfir í dag...geri ráð fyrir að Peter Drucker vinur minn verði fyrir valinu!