"Tekjur kvenna hækkað hlutfallslega meira Tekjur kvenna hafa hækkað hlutfallslega meira en karla á undanförnum árum. Á árinu 1998 voru tekjur kvenna 56,7% af tekjum karla en hlutfallið hefur hækkað og á síðasta ári var það 61,6%. Tekjumunur kynjanna hefur því farið lækkandi og ef þróunin verður svipuð á komandi árum og hún hefur verið síðustu fimm árin þá gæti niðurstaðan orðið sú að laun kvenna verði orðin jafn há og laun karla í kringum 2032."