 |
 |
wþriðjudagur, nóvember 09, 2004 |
 |
 |
 |

Bloggið klikkaði eitthvað í morgun en morgunfærslan mín varð því eitthvað skrítin. Svo sem ekki mikið að gerast nema hvað það mest óþolandi í heimi kom í tvöföldum skammti í gær.
Ég er áskrifandi af tveimur tímaritum, annað vikurit hitt mánaðar. Það er ekkert sem er eins óþolandi og þegar maður fær tvö tölublöð í einu...þ.e.a.s. tölublaðið nú og hitt sem átti að koma á undan því. Þetta gerðist einmitt í gær og fékk ég fjögur blöð...en tvö af þeim í raun orðin úrelt strax! Já ég er ekki sáttur!
Í dag er annars Frelsisdagurinn en 15 ár eru síðan Berlínarmúrinn féll. Einn uppáhalds bloggarinn minn Johan Norberg veltir kommúnismanum fyrir sér í dag:
“First thought: How could anyone, anywhere in the world ever give the slightest benefit of the doubt to a system, which found it necessary to treat its citizens as prisoners, and shoot those who wanted to leave the experiment? How evil or deluded do you have to be to think that a system is in the best interest of the people, if they risk their lives to flee from it? Second thought: Other former communist states envied the East Germans, who could rely on West German subsidies to the industries, welfare benefits to the people and trade union control of the labour markets – and a currency reform that gave them more for their currency than it was worth on the market. And the result was that the wages and prices became much higher than productivity, and therefore a much worse economy and higher unemployment than other former communist states. East Germany was first suffering under the communist experiment, and since then it has been hurt by the welfare state experiment. “
Annars er jólagjöf ársins loksins komin í verslanir. Skildi það vera fótanudd- eða sódastreemtæki? Ónei...heldur græja til að brjóta saman fötin fyrir þig! Ég þori að veðja að vitlausir Íslendingar í stress-kasti við jólagjafaleitina eiga eftir að versla þessa græju í stórum stíl til þess að redda síðustu gjöfunum. Spurning um að búa til pláss strax í gymsluni fyrir hana!
Heyrði annars á dögunum að Icelandair og Easyjet ætluðu að fara bjóða lágfargjaldafarseðla milli Evrópu og US? Þetta fór alveg fram hjá mér í fréttum en ef þú veist eitthvað um þetta mál máttu endilega láta mig vita. gag1@hi.is.
By
Gudmundur at 11/09/2004 11:50:00 f.h.
|
 |
 |
 |
 |
 |
|