Bróður minn lenti á spítala í gær en læknarnir halda að þetta sé botnlangakast. Vona innilega að þetta sé ekkert alvarlegra en hann var á leiðinni til Jamaica í næstu viku! Ætla heimsækja hann um leið og þetta verkefni sem ég á að skila á eftir er farið frá mér.
Fór á screeningu á myndinni The Grudge í gær. Fékk martröð í nótt og búinn að vera hræddur síðan. Hún er á toppnum í US sem kannski er ekki furða, opnar á hrekkjavökuhelgi. Hún er annars topp hryllingsmynd!
Er að gera verkefni um þekkingarfyrirtækið Actavis en hópurinn minn á að skila því kl þrjú í dag. Leiðinlegt alltaf að eiga svona eftir á síðustu stundu en við erum að vinna í fyrsta skipti saman þessi hópur og því hálf ryðguð ennþá. Vorum til rúmlega miðnættis í gær og maður var byrjaður aftur upp úr 8 í morgun.
Það er annars verið að reyna draga mig á Sálina annað kvöld en held annars að helgin verði aðallega notuð undir lærdóm. Þarf að klára Drucker “Management Challanges for the Next Society” og einhverja 4-5 kafla í Morgan “Images of Organization”. Byrja annars í næstu viku í næstu tveimur áföngunum í MBA náminu en það eru Markaðsfræði og Greining viðfangsefna.
Að lokum var Jói vinur minn, án efa geðþekkasti forritari Íslands, að setja upp teljarakerfi á síðuna mína svo núna get ég fylgst mun betur með því hvernig hún er sótt og hvaðan. Snilldarkerfi http://www.veftalning.is/ og kann ég Jóa bestu þakkir fyrir.