Hvernig fer fyrir fasteignamarkaðinum nú þegar 100% lán eru á boðstólnum? Í ár verður sprengja þegar flestir sækja um lánin. Það er ótrúlega mikið af fólki sem er að versla íbúðir á 100% lánum til að leigja út. Fólk er meira að segja að stofna fyrirtæki saman og versla nokkrar íbúðir til útleigu. Það liggur beinast við að eftirspurn eftir leiguíbúðum á eftir að snar minnka þar sem mjög margir sem ekki áttu fyrir útborgun áður geta nú fengið 100% lán. Framboð á leiguíbúðum á eftir að aukast til muna en þessi öfl eiga eftir að keyra leiguverð niður.
Þegar leiguverð fer niður fyrir ákveðið mark borgar það sig ekki lengur fyrir fólk að vera með svona hátt lánshlutfall á íbúðum sem það leigir út. M.ö.o. leigan á eftir að dekka mun minna af kostnaði en áður. Margir eiga því eftir að hætta við leigubusinessinn og reyna selja íbúðirnar aftur sem gæti aukið framboð á íbúðum og dregið úr aukningu eða jafnvel lækkað fasteignaverð.