wfimmtudagur, nóvember 04, 2004


Friðbjörn Orri frjálshyggjumaður bloggar:

"Margir hafa spurt mig hvaða skoðun ég hafi á samráði Olíufélaganna. Fyrir mér er málið einfalt. Tvö svör eru við spurningunni. a) Miðað við núgildandi lög var þetta ólöglegt. b) En hins vegar eru samkeppnislög gjörsamlega óþörf og ganga í mörgum atriðum gegn grundvallar mannréttindum. Eins og að banna samskipti yfirmanna fyrirtækja og frjálsa verðákvörðun fyrirtækja á afurðir sínar. Einnig ítreka ég að samkeppnislög og aðrir slíkir hlutir letja gríðarlega markaðinn og skekkja alla virkni hans.Til dæmis var hvergi tekið fram í útboðslýsingum að verðsamráð væri bannað. Því hefur í raun hvergi verið brotinn samningur og því geta þau fyrirtæki eða stofnanir sem „voru svikin“ í samráðinu ekki krafist bóta. Þess í stað leggur ríkið stjórnvaldssektir á Olíufélögin og notar þá peninga til sóunar líkt og með annað skattfé. Skaði þeirra sem „brotið var á“ er því alls ekki bættur.Niðurstaðan er því þessi:Opna þarf markaði ásamt því að lækka og/eða fjarlægja aðgangshindranir. Auka þarf frelsi í milliríkjaviðskiptum. Draga þarf úr sköttum á olíuafurðir. Afnema þarf samkeppnislög með öllu."

Heyr heyr!!


By Gudmundur at
11/04/2004 08:28:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli