wfimmtudagur, nóvember 04, 2004


Ég fagna aukinni græðgi auðvaldssinna Íslands í bankakerfinu. Græðgin hefur ýtt úr vör samþjöppun sem er að skila sér í mikilli auðsöfnun fárra fyrirtækja sem eftir eru á bankamarkaðinum.

Hér með votta ég þessum gráðugu auðvaldssinnum mína mestu virðingu en undirritaður var að ljúka við endurfjármögnun lána og á eftir að spara sér miklar fjárhæðir fyrir vikið líkt og þúsundir aðrir Íslendingar.

Skálum fyrir græðginni!


By Gudmundur at
11/04/2004 01:56:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli