wföstudagur, nóvember 12, 2004


Ég var að koma úr ræktinni eftir langa pásu...djöfulsins snilld er þetta. Ekki bara að mér líði eins og ég hafi misst 5 kg heldur er ég ekkert smá ferskur. Sorglegt hvað maður dettur alltaf úr gírnum þar sem þessi tilfinning er flestum tilfinningum fremri. Algjör klassi en það dregur heldur ekki úr að þessi stöð er snilld, Nordica Spa, en ég mæli hiklaust með henni.

Nú er það bara spurning hvort ég nái Atla með mér en þegar kortið var keypt voru miklar yfirlýsingar um æfingar settar fram af okkur báðum...sem náðu ekki fram að ganga en núna á að taka þetta og Atli ætlar að mæta á morgun með mér.

Mjög gott mál!


By Gudmundur at
11/12/2004 01:48:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli