wfimmtudagur, nóvember 11, 2004


Haraldur Hárfagri fór létt með að leysa eignaréttarmál Íslands.

Fyrstu landnemarnir sem komu til Íslands á níundu öld gátu tekið eins stór lönd og þeir vildu en af þeim sökum var lítið eftir fyrir þá sem á eftir komu. Þeir sem að á eftir komu leituðu því til Haralds Hárfagra um lausn á landleysi sínu en hann leysti það á eftirfarandi hátt:

,,Hann gaf það ráð að karlmönnum skyldi heimilt að nema jafnviðáttumikið land og þeir gátu farið um á einum degi frá sólarupprás til sólarlags. Landneminn og skipverjar hans skyldu gera elda og halda þeim lifandi til næstu nætur. Reykurinn varð að sjást til næsta elds.”

En Haraldur Hárfagri setti konum aðrar reglur:

,,[Þær] máttu nema svæði sem þær gátu teymt tvævetra kvígur umhverfis vorlangan dag sólsetra á milli.”

Íslands- og mannkynssaga NB 1:96


By Gudmundur at
11/11/2004 11:46:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli