wsunnudagur, nóvember 07, 2004


Hvað er málið með þessar kirkjuklukkur sem eru stilltar á EXTRA-LOUD og byrja að slá kl 11 á sunnudagsmorgnum?

Hvers á maður að gjalda! Hagfræðingar kalla þetta neikvæð úthrif sem er hægt að leysa á snjallan hátt. Samkvæmt Ronald Coase eiga tveir aðilar, með engan viðskiptakostnað, að geta leyst svona vanda í frjálsum samningum sín á milli. M.ö.o. kirkjan veldur mér skaða sem hún verður að bæta mér upp þ.e.a.s. kirkjan verður að borga mér fyrir þá þjáningu að vekja mig við þessi læti kl 11 á hverju sunnudagsmorgni!

Hér er reyndar viðskiptakostnaður hár þar sem mjög margir búa í kringum Seljakirkju og því þyrfti presturinn sennilega að semja við of marga svo hugmynd Coase gæti leyst vandan. Ég dreg hins vegar þá ályktun, þar sem engin hefur kvartað, að fólki sé yfirleitt sama þótt þessi hljóðmengun dynji á því. Undirritaður er hins vegar ekki sama og því ætla ég að heyra í prestinum og fara fram á svona eins og 5000kr per skipti sem hann lætur kirkjuklukkurnar af stað fyrir hádegi! Það væri nóg til þess að bæta mér skaðann.

Bróðir minn er kominn heim af spítalanum en um botnlangakast var að ræða. Hann er allur að braggast sem er frábært.

Fór á Sálarballið í gær á NASA sem var mjög gaman. Fór heim rétt fyrir fjögur en þá var leigubílaröðin alveg endalaust löng. Sá þar bíl sem var stopp með opna rúðu en aðeins bílstjóri í honum. Ég fór til hans og bauðst til að borga honum væna summu fyrir að koma mér heim sem hann féllst á. Á leiðinni heim komst ég að því að maðurinn, sem var örugglega á milli 50 og 60 ára var klósettvörður í miðbænum en var að ljúka vaktinni sinni þegar ég kom að honum. Hann er óvirkur alki og hafði ótrúlega merkilega sýn á heiminn og lífið. Það kjaftaði á honum hver tuska en þrátt fyrir vel heppnað ball, í skemmtilegum félagskap, stóð heimferðin sennilega uppúr þegar ég horfi til baka. Fyndið!


By Gudmundur at
11/07/2004 02:41:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli