 |
 |
wmiðvikudagur, desember 01, 2004 |
 |
 |
 |

The Economist sagði: ,,One of the best statistics of the campaign is that people worth $1-10m supported Mr. Bush by 63-37% margin whereas those worth more than $10m favoured Mr. Kerry 59-41%” Mátti til með að láta þetta flakka með....og ekki orð meira um forsetakosningarnar í US!
Ótrúlegt að hlusta á rembinginn á móti skattalækkununum undanfarið. Þegar skattar eru lækkaðir þá þarf ekki stærðfræðing til þess að átta sig á því að þeir sem hafa hæstar tekjur fá krónulega mestu lækkunina. Tökum einfalt dæmi. Skattar lækka úr 40% í 30%.

Sama prósentulækkun gerir það auðvitað að verkum að sá sem er með hærri tekjur (1000þ) fær meiri lækkun í krónum (100þ á móti 25þ). Eftir stendur að hann leggur eftir sem áður mun meira til samfélagsins en sá sem er með lægri tekjur (300þ á móti 75þ)
Það eru einnig nokkur atriði sem skipta máli við matarskattinn. Ef hann væri lækkaður, sem stjórnarandstaðan vill, virkar það ekki eins vinnuhvetjandi.
Tökum dæmi:
Þegar Mummi múrari tekur að sér eitt auka verk reiknar hann hvað hann fær í vasann eftir skatt: 10.000 fyrir vinnuna, 40% skattur og því stendur 6000kr eftir. Ef matarskattur er lækkaður virkar það ekki sem mikil hvatning fyrir Mumma að vinna meira. Hann hugsar líklega ekki, matvaran er núna aðeins ódýrari í Bónus, sennilega best ég vinni aukadag í þessari viku. Það er hins vegar mjög líklegt ef skatturinn yrði lækkaður í 30% svo Mummi héldi eftir 7000kr af vinnulaununum, en ekki 6000kr eins og áður, að hann tæki að sér aukavinnu. Hærri upphæð í vasa vinnandi fólks sem það getur ráðstafað að vild er því mjög vinnuhvetjandi. Ef fólk vinnur svo meira eykst auðvitað framleiðsla hagkerfisins sem er öllum til hagsbóta.
Það má heldur ekki gleyma að fólk sem hefur meira á milli handanna verslar ekki sömu vörur, á sömu stöðum og sennilega meira magn, en þeir sem minna hafa. M.ö.o. ef matarskattur er lækkaður njóta þeir sem meira hafa á milli handanna lækkunarinnar meira í krónum talið en þeir sem minna hafa.
Annars er ég á því að alla skatta eigi að lækka. Skattalækkanir mynda þrýsting á ríkistjórnina til þess að draga úr umsvifum sínum sem þýðir að borgararnir fá í auknu mæli að ráðstafa vinnulaunum sínum sjálfir.
By
Gudmundur at 12/01/2004 01:22:00 f.h.
|
 |
 |
 |
 |
 |
|