wþriðjudagur, janúar 18, 2005


Ef menntun er máttur eru konur leiðtogar framtíðarinnar án þess að femínista þurfi til!

Ég er mikill talsmaður jafnréttis. Að mínu viti eiga allir að standa jafnir að lögum, hvort sem þeir eru konur, karlar, gulir, hvítir, brúnir, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir o.s.frv. Það stingur mig því mjög hve femínistar á Íslandi hafa farið ófari, heimtandi ýmis forréttindi fyrir konur og talandi í raun eins og konur séu eitthvað minni máttar. Eitt slíkt var umræða um að lækka bæri stærðfræðikröfur í verkfræðinámi til þess að laða þangað að fleiri konur!



Fimínistar tala um að samfélagið sé búið að móta staðalímynd fyrir konur sem þær eru neyddar til þess að líkjast. Ef þetta er rétt hjá femínistunum (sem ég skrifa ekki undir) hvað eru þessi hópur þá að spá, búandi til einhverjar minni kröfur til að laða konur að líkt og dæmið að ofan? Hvers konar staðalímynd fyrir konur verður til við það? Konur eru minni máttar, eiga erfiðara með að læra og því verður að slaka á kröfum til þeirra!

Að mínu viti eru konur að öllu leyti jafnokar karla þó karlmenn séu ennþá mun fleiri í stjórnunarstöðum. Menntun er lykill velgengni í starfi og hún auðveldar fólki að komast í stjórnunarstöður. Með þetta í huga er áhugavert að skoða töfluna hér að ofan m.t.t. jafnréttisbaráttunnar. Getur launamunur kynjanna haldið áfram ef konur verða áfram í svona miklum meirihluta í háskólanámi? Ég held ekki og að því þurfi engar stjórnvaldsaðgerðir fyrir konur. Með frelsi handa öllum hverfur þessi munur af sjálfum sér.

Tölurnar eru nýjar frá Hagstofunni og ná til ársins 2004.


By Gudmundur at
1/18/2005 10:11:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli