wfimmtudagur, janúar 20, 2005


Kettir, skóli, spil, Danmörk, frelsi og eitthvað fleira.

Það er búið að vera brjálað að gera undanfarið. Aðra viku fer ég í 2 lokapróf í MBA náminu og því búinn að vera á haus að vinna í verkefnum o.fl. MSc námið í stjórnun er einnig farið af stað en þessa önn tek ég 2 kúrsa, Þekkingarstjórnun og Stefnumiðuð Stjórnun. Báðir fínir kúrsar alveg. Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér lokaverkefni því stefnan er að byrja á slíkum skrifum næsta sumar. Það sem heillar mest þessa dagana er Balance Scorecard sem ég ætla fara í betur síðar. Á fund með Snjólfi Ólafssyni prófessor kl 9 í dag til þess að fara í þau mál. Hann er sennilega mesti snillingur Íslendinga í BSC málum svo það er óneytanlega smá tilhlökkun að heyra hvað hann segir.

Ég skellti mér í bíó með Ásgeiri í gær á myndina Meet the Fockers. Þetta var FM sýning svo ég hitti nokkra af gömlu félögunum sem var gaman. Aldrei að vita nema maður detti aftur í útsendingu á næstunni.

Komandi helgi fer Kolla með vinkonunum til Danmerkur og ég verð að spila. Ég á reyndar vinnufundi vegna skólans alla dagana líka þar sem hópurinn minn í MBA náminu þarf að skila stórri markaðsfræðiskýrslu og einhverjum 2 öðrum frekar stórum verkefnum í næstu viku.

Jóhann Ari vinur minn er kominn til Boston og greinilega að hallast meira og meira að frjálshyggjunni sem er gaman. Ég quota Jóa: "Hver sá stjórnmálaflokkur sem leggur til að tilteknum aðilum í eðlilegum og heiðarlegum rekstri verði meinað að auglýsa vöru sína af því að einhverjir íslendingar hafa ekki sjálfsaga, ákveðni og festu til að ákveða sjálfir hvað þeir borða og hversu mikið, og verða því "fórnarlömb" skyndibitans...það er stjórnmálaflokkur með "skítlegt eðli".”

Að lokum er Fréttablaðið loks farið að berast okkur og nýr erlendur blaðberi sem kemur því til okkar. Djöfull er ég að fíla erlent vinnuafl! Nú er líka búið að laga íbúðina okkar eftir að pípulagnir fyrir ónefnd “heimilistæki” stífluðust. Komið parket á gólf, búið að sótthreinsa allt en fleira skemmdist ekki (fyrir utan mottur frá tengdó).

Að lokum að lokum :) Þá vorum við að ættleiða tvo ketti. Þeir mættu í gærkvöldi. Ekkert smá hvað þeir lífga upp á lífið hérna í herragarðinum.


By Gudmundur at
1/20/2005 08:03:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli