wmánudagur, janúar 17, 2005


Morgunblaðsgrein svarað og stanlaust vesen á þessum fréttablöðum

Í dag svarar sá myndalegi maður Theodór Gunnarsson grein minni um reykingar í Morgunblaðinu. Greinin hans heitir ,,Um bann við reykingum á veitingastöðum” og er á blaðsíðu 18.

- - -
Eins og ég hef ritað á síðuna að þá hefur gengið erfiðlega að fá Fréttablaðið á morgnanna. Nýlega lenti ég hins vegar í einhverjum lukkupotti hjá Morgunblaðinu og var boðið 1 mánaða áskrift frítt. Þetta skildi ég sem ,,nú er könnunarmánuður og við þurfum fleiri lesendur”. Engu að síður er það mjög gaman. Fréttablaðið kom auðvitað ekki í morgun AFTUR og ekki lét mogginn sjá sig heldur. DV barst mér hins vegar í morgun sem ég hef aldrei beðið um né borgað fyrir! Sem sagt bæði blöðin sem ég á að fá komu ekki en þetta eina sem ég hef engan áhuga á og átti yfirhöfuð ekkert að fá fékk ég sent! Eru blaðburðadrengir dottnir í það?


By Gudmundur at
1/17/2005 01:35:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli