wmánudagur, janúar 17, 2005


Ríkustu lönd í heimi



Ísland er í níunda sæti með $27.410 per íbúa. Þetta er flottur árangur en betur má ef duga skal, við viljum auðvitað verða ríkust. Hvernig förum við að því?



Myndin hér að ofan sýnir atvinnufrelsi á X ás þar sem þjóðir heimsins eru flokkaðar í fimm hópa. Hópur 1 hefur að geyma þau lönd með minnsta atvinnufrelsi en hópur 5 þann hóp landa með mesta atvinnufrelsið. Á Y ás er að finna þjóðarframleiðslu á mann (leiðrétt fyrir kaupmátt). Myndin sýnir svo ekki verður um villst að þau lönd sem búa þegnum sínum meira frelsi eru þau sömu og búa við mestu velmegunina. Lausnin er því einföld, aukum atvinnufrelsi!

Upplýsingar um atvinnufrelsisvísitöluna er að finna hér.


By Gudmundur at
1/17/2005 11:00:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli