wlaugardagur, febrúar 05, 2005


Lækkum skatta og aukum skatttekjur

Ég skrifaði grein í Ósýnilegu hönd Frjálshyggjufélagins um umframbyrgði skatta fyrir ekki svo löngu. Í sömu grein minntist ég á hina frægu Laffer kúrfu en hún sýnir að lægri skattheimta getur aukið skatttekjur.

Á eftirfarandi mynd sést þetta fyrirbrigði þar sem tekjuskattur á lögaðila var lækkaður úr 30% í 18% árið 2002 á Íslandi en samt stór aukast skatttekjur:


(Y ás er í m.kr.)

Nýlega kynnti fjármálaráðuneytið skýrslu þar sem fram kom að áætlað tekjutap ríkis og sveitafélaga vegna svartrar atvinnustarfsemi hafi verið 18 til 24 milljarðar árið 2003. Við þessu væri ráð að lækka skatta rausnarlega og draga þannig úr hvatanum til að svíkja undan skatti. Enn fremur hafa skattalækkanir hvetjandi áhrif á fyrirtæki því þá fá þau að halda eftir stærri skerf af því sem þau þéna.

M.ö.o. meira að segja sósíalistar ættu að hvetja stjórnvöld til skattalækkana því þær geta aukið skatttekjur!
- - - -
Að lokum þá sendi ég grein til Morgunblaðsins í gær þar sem ég svara Theodóri Gunnarssyni en hann vildi banna reykingar á veitingastöðum sem er auðvitað rangt.



By Gudmundur at
2/05/2005 09:52:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli