wfimmtudagur, febrúar 03, 2005


Meira frelsi = Minna atvinnuleysi

Atvinnuleysi í Þýskalandi er nú komið í 12,1% sem gera 5.037.000 manns án atvinnu. Mjög íþyngjandi vinnulöggjöf er í Þýskalandi sem gerir það að verkum að það er mjög erfitt að reka fólk og því draga fyrirtæki það eins og þau geta að ráða nýtt starfsfólk.

Með því að setja vísitölu sem mælir skaðleg áhrif lámarkslauna (hversu mikið mál er að reka og ráða nýtt fólk, hlutfall verkafólks sem er með miðlæga kjarasamninga og hversu letjandi atvinnuleysisbætur eru sem dæmi) á X ás og atvinnuleysi á Y ás kemur svolítið áhugavert í ljós. Gögnin eru fyrir árið 2002 og eru 130 lönd notuð. Tölur koma frá World Bank og Economic Freedom Index. á X ás eru þessi 130 lönd flokkuð í 5 flokka eftir því hversu íþyngjandi vinnulöggjöf þeirra er. Lönd í hóp 1 búa við minnsta frelsi en hópur 5 mesta.



Minni ríkisafskipti af vinnmarkaðsmálum og meira frelsi lækkar atvinnuleysi...það er alveg á hreinu.



By Gudmundur at
2/03/2005 07:05:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli