wfimmtudagur, febrúar 10, 2005


Rugludallurinn Michael Moore

Ég fór á videokvöld sem SUS stóð fyrir í Háskólabíói í gær. Salurinn var fullur af fólki sem mætti til að sjá Farenhype 9/11. Myndin er fín en var greinilega gerð sem áróðursmynd fyrir kosningarnar sem dregur hana niður. M.ö.o. svar repúblikana við skáldsögu Michael Moore, Fahrenheit 9/11. Ég hef nú áður lesið um aðferðir Moore við skrif og myndabandagerð, sem Fahrenhype snýst um, en það er hreint út sagt ótrúlegt hvað hann er djarfur. Ennþá ótrúlegra er það hvað fólk virðist gleypa við vitleysunni hans og að "heimildarmyndir" sem eru unnar svona geti fengið Oscar (Bowling for Columbine). Oscars verðlaunin verða minni fyrir vikið.

Ólafur Teitur benti á grein að lokinni sýningu í gær sem fjallar hver þessi Moore er, hvaðan hann kemur ásamt þeim staðreyndarvillum sem hann virðist vísvitandi nota. Greinina er að finna hér og hvet ég alla Moore aðdáendur, jafnt sem aðra, til að lesa hana því hún gefur góða mynd af því hvers konar rugludallur er hér á ferð.

Að lokum eru hér örfá quote í greinina sem endurspegla andúð Moore á Kapítalismanum.

“Capitalism is a sin. This is an evil system.”

“[He wants to] Prohibit corporations from closing a profitable factory or business and moving it overseas. If they close a business and move it within the U.S., they must pay reparations to the community they are leaving behind.”

He argued that any breakup of the “‘marriage’ between a company and a community” ought to involve “serious alimony to pay” if a “corporation packs up and leaves.”

“Prohibit companies from pitting one state or city against another” by locating where the best tax rates and other government inducements are offered.

Moore proposed to "Institute a 100 percent tax on any profits gained by shareholders when the company's stock goes up due to an announcement of firings. No one should be allowed to profit from such bad news."

He would also "Prohibit executives' salaries from being more than thirty times greater than an average employee's pay"


Gullmolarnir í greininni eru fleiri en ég ég læt þetta duga.


By Gudmundur at
2/10/2005 01:25:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli