wþriðjudagur, febrúar 15, 2005


Þróunaraðstoð til Afríku er ekki lausnin

Amin Kamete sérfræðingur hjá Norrænu Afríkustofnuninni sagði í Morgunblaðinu síðasta laugardag:

,,Afríka hefur fengið stuðning sl. 30-40 ár en samt er ekkert að gerast. Fátæktin er enn mikil, atvinnuleysi sömuleiðis, hagkerfin illa stödd....Af hverjum dollar sem gefin er til þróunarsamvinnu fara 83 sent í stjórnsýsluna.”

Í sömu grein segir Kamete að fólkið sé aðal auðlind Afríku. Þetta er rétt og því nauðsyn að búa fólkinu umhverfi (frelsi) svo það geti komist úr fátækt.


By Gudmundur at
2/15/2005 09:03:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli