wföstudagur, febrúar 04, 2005


Í sjálfheldu sérhagsmuna

Það var ekki samkeppnisaðilinn sem kærði Skjá einn heldur stjórnarmaður í félagi Samtökum íþróttafréttamanna (sem reyndar vinnur einnig á Stöð 2 auðvitað). Sá snillingur, Þorsteinn Gunnarsson, segir í Mogganum í morgun að:

,,Tilvist Sýnar, Stöðvar 2, Ríkissjónvarpsins, Skjás eins og dagblaðanna byggi á móðurmáli okkar. Ef að niðurstaðan hefði verið sú að það væri leyfilegt að vera með enska þuli á þessum íþróttaleikjum, af hverju þá ekki að stíga skrefið til fulls og gera ensku að móðurmáli okkar.”

Það er augljóst að maðurinn er að verja stétt íþróttafréttamanna en það lýsir þráhyggju Þorsteins að segja að við gætum þá alveg eins stígið skrefið til fulls og gert ensku að móðurmáli okkar. Dæmigert tilfelli um sérhagsmunarhóp sem í skjóli ríkisvaldsins nær að troða sínu fram þó stór hópur samfélagsins skaðist.

Þetta er magnað þar sem það eru miklu fleiri enskar stöðvar í boði á Íslandi en íslenskar, ættum við með þessu því ekki að vera löngu búin að leggja íslenskuna niður? Er kannski auðveldara að skipta yfir á íslenska rás en erlenda á afruglaranum?

Móðurmálið stendur greinilega og fellur með íþróttafréttamönnum! Magnað þar sem þetta eru einu svokölluðu “fréttamennirnir” sem eru óþarfir. Þ.e.a.s. sjónvarpsefnið gengur út á leikina sjálfa og því frábært spark í þessa “fréttamenn” ef Skjár einn heldur áfram að sýna þessa leiki og þá aðeins með umhverfishljóðum, engri lýsingu.


By Gudmundur at
2/04/2005 08:28:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli