wþriðjudagur, mars 22, 2005


Það er eðlilegt að verksmiðjur flytji til láglaunalanda

Eftir því sem lönd þróast eykst framleiðni þeirra. Framleiðniaukning á sér stað þegar minna af auðlindum þarf til að framleiða meira en áður. Sem dæmi hefur aldrei þurft eins fáar hendur til þess að framleiða svona mikið magn af landbúnaðarvörum á Íslandi. Hlutfall þjóðarinnar í landbúnaði hefur hrapað en á sama tíma hefur framleiðsla hlutfallslega aukist.

Hlutfall þjóðarinnar sem starfar í landbúnaði:

1801- 86,4%
1870 – 81,1%
1940 – 31,8%
1990 – 4,9%

Það sem gerist þegar færri hendur þarf sífellt til þess að framleiða ákveðnar vörur er að starfsfólk fer á milli atvinnugreina. Fólk hættir í atvinnugreinum þar sem það fær lág laun því vinnuframlag þeirra skilar litlu og fer yfir í greinar þar sem vinnuframlag þeirra skilar miklu sem aftur gefur fyrirtækjunum möguleika á að borga hærri laun.


Framleiðni starfsfólks á Íslandi er mjög hátt og því eru laun há. Í Kína er framleiðni starfsfólks lág og því eru launin lág þó þetta sé að breytast, en hægt. Öll lönd lenda í því að störf tapast í ákveðnum greinum vegna þróunar en galdurinn er að ný störf verða til í öðrum greinum sem að öllu jöfnu gefa hærri laun. Meira að segja Kína er að lenda í því að tapa störfum í iðnaði eins og meðfylgjandi mynd sýnir:

Þegar Kína hefur þróast meira á landið eftir að ganga í gegnum það sama og vesturlönd eru að ganga í gegnum núna. Þ.e.a.s. að verksmiðjur eiga eftir að flytjast frá Kína til annarra landa þar sem vinnuaflið er ódýrar og ný fyrirtæki opna í landinu þar sem vinnuaflið nýtist betur.



By Gudmundur at
3/22/2005 04:43:00 e.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli