wmánudagur, mars 28, 2005


The Goal

Ég var að klára frábæra bók, The Goal eftir Eliyahu M. Goldratt og Jeff Cox. Hún er hluti af lesefni í Rekstrarstjórnunartíma í MBA náminu en þar er tekið á framleiðslu og hvernig hana megi bæta.

Bókin fjallar um Alex Rogo sem hefur nýverið fengið stöðuna verksmiðjustjóri en nýja starfinu fylgir mikið slökkvistarf. Það endar með því að Alex fær fregnir af því að ef hann bætir ekki ástand og framleiðslu verksmiðjunarinnar að þá verði henni lokað innan 3 mánaða. Sagan fjallar svo um það hvernig Alex rúllar málunum upp.

Þetta er snilldar bók en einhver á Amazon.com líkti henni við Ayn Rand bækurnar þar sem skáldsögur hennar kenndu og fengu fólk til að hugsa. The Goal er svo sannarlega þannig og skilningur á Rekstrarstjórnun eykst gífurlega fyrir vikið.

Annars borðaði ég páskamatinn með fjölskyldunni í Grenilundinum í gær, kalkúnn með öllu tilheyrandi. Það leiðinlega gerðist hins vegar í gær að vatnskassinn í Grandinum er eitthvað að klikka, þ.e.a.s. hann lekur og var ástandið á bílnum ekki glæsilegt þegar ég kom heim. Fyrir um 2 mánuðum eyddi ég 120þ í viðgerð á bílnum sem er ekki alveg komið í lag ennþá en nú bætist þetta við. Bílar eru frábærir.


By Gudmundur at
3/28/2005 10:25:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli