wföstudagur, mars 18, 2005


Leikskjólagjöld lækka um allt að 246 þúsund krónur

Þetta er fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins í morgun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar að fara bjóða öllum börnum á leikskólaaldri allt að 7 klukkustunda vist á dag án endurgjalds.

Ég geri ráð fyrir því að leikskólakennarar fari í framhaldi af þessu að vinna frítt og að allar þær auðlindir sem þarf til svo hægt sé að reka leikskóla verði sömuleiðis gefnar Reykjavíkurborg. Þá á ég við að Reykjavíkurborg fái leikföng, blöð, penna, mat ofl. gefins frá fyrirtækjum. Finnst fólki það líklegt? Auðvitað ekki svo einhver verður að borga.

Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, aldrei! Til að fjármagna þær 850 milljónir sem þessi aðgerð kostar verður auðvitað að hækka skatta á Reykvíkinga.

Þar sem ég er Reykvíkingur er ég ekki sáttur við það að þessi kona sé að telja fólki trú um að hún sé að gera þjónustuna ókeypis sem ég, ásamt öðrum Reykvíkingum, þurfum að borga! Par sem ákveður að eignast barn spyr ekki nágrananna hvað þeim finnst heldur ræðir það sín á milli og tekur svo ákvörðun í framhaldi af því. Hvar er réttlætið í því að nágranninn þurfi að borga fyrir leikskólaplássið ef parið ákveður að eignast barn? Par sem nágranninn þekkir ekki neitt!!!

Fólk á auðvitað að fjármagna sín börn sjálft en ekki með því að læðast í vasa nagranans. Slíkt er þjófnaður. Ef fólk er látið greiða sjálft má færa rök fyrir því að sú ákvörðun para að eignast barn yrði ígrunduð mun betur. Það mætti sennilega teygja þetta ennþá lengra og segja að færri einstæðar mæður yrðu til fyrir vikið því pör væru mun undirbúnari undir þetta skref eftir slíka íhugun því ábyrgðin væri þeirra.


By Gudmundur at
3/18/2005 08:22:00 f.h.

Spjallaðu við mig: Skrifa ummæli